144. löggjafarþing — 118. fundur,  3. júní 2015.

Stjórnarráð Íslands.

434. mál
[17:35]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka þingmanninum fyrir svarið og er sammála því að þetta snúist um menninguna og braginn. Hv. þingmaður talaði um að hann væri ekki ánægður með það að ráðherra fengi svona gerræðisvald og að það mundi bjóða upp á duttlungastjórnun og geðþóttaákvarðanir ef flutningur stofnana færi fram hjá löggjafarvaldinu, þetta kemur einnig fram í nefndaráliti minni hlutans. Síðan nefndi hv. þingmaður dæmi um flutning stofnana sem hefði gengið ágætlega. Ég vil spyrja hv. þingmann hvort honum finnist koma til greina, ef hann vill ekki að þetta verði geðþóttaákvörðun ráðherra, að binda einhvern slíkan feril í lög eða hvort taka eigi ákvörðun fyrir hverja stofnun og aðstæður hverju sinni þegar verið er að flytja stofnanir.