144. löggjafarþing — 118. fundur,  3. júní 2015.

Stjórnarráð Íslands.

434. mál
[17:36]
Horfa

Frsm. minni hluta stjórnsk.- og eftirln. (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég tel að það fyrirkomulag sem kveðið er á um í núgildandi lögum sé gott. Það er tvennt sem veldur því að ég kemst að þeirri niðurstöðu: Þar er leitast við að draga að aðila víðs vegar að úr kerfinu, úr íslenskri stjórnsýslu, og sameinast um umræðu um almenn viðmið, hvernig við getum þróað þau. Ég held að það sé meira gefandi en að binda þetta við einstakar stofnanir. Það er ekki þar með sagt að einingar innan þessara stofnana, hvort sem eru stéttarfélögin þar, sem ég vil efla við samningaborð innan stofnana, og stjórnendur komi þar saman að borði. Það er ágætisviðbót líka til að þróa þessa umræðu. En það er athyglisvert að lesa þennan texta, með leyfi forseta:

„Forsætisráðuneytið gefur stjórnvöldum ráð um túlkun siðareglna þegar eftir því er leitað.“ — Svo koma tvær línur til viðbótar. (Forseti hringir.)

Ég meina, þetta er allt annars eðlis en þær reglur sem verið er að nema úr gildi, nái þetta fram að ganga.