144. löggjafarþing — 120. fundur,  5. júní 2015.

um fundarstjórn.

[11:46]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Ég skal reyna að útskýra fyrir forseta vorum hvernig þetta virkar. Þetta var einu sinni þannig að fólk þurfti að koma hingað í þingsal, ef það ætlaði að tala undir liðnum um störf þingsins, rétta upp hönd og biðja um orðið. Síðan fóru menn út í það að senda frekar tölvupóst, það væri miklu þægilegra, klukkan átta á morgnana. Síðan þróaðist tæknin og það er hægt að vera með sjálfvirka sendingu á tölvupósti og það er bara nákvæmlega það sem er að fara að gerast. Þingmenn munu bara allir fara að setja þetta upp sjálfir — sumir á undan öðrum, við Píratar verðum kannski fyrstir og getum aðstoðað þá sem hafa áhuga — þannig að við erum bara alltaf í störfunum. Ef við sjáum að við þurfum ekki að nýta plássið þá bara meldum við okkur úr því. Þetta er það sem koma skal, forseti, ef þetta verður ekki endurskoðað.

Ein leiðin væri sú að fara bara aftur í gamla fyrirkomulagið, út af því að þetta nýja fyrirkomulag virkar ekki með tækniframförunum, þannig að þeir sem vilja tala undir liðnum um störf þingsins mæti í störf þingsins og biðji um að fá að tala.