144. löggjafarþing — 120. fundur,  5. júní 2015.

um fundarstjórn.

[11:53]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Það þarf auðvitað ekki að minna á það að starfsáætlun er búin, nú erum við bara að reyna að lenda þinginu. Í því andrúmslofti ákveður meiri hluti fjárlaganefndar að rífa stóreflis mál út sem er mikið hagsmunamál fyrir okkur öll og varðar opinber fjármál, bæði fjármál ríkisins og sveitarfélaga, rífa það út í ósætti til að ræða það í því andrúmslofti sem hér er núna þegar við erum að reyna að lenda þinginu og ljúka því.

Mér finnst augljóst að hér er verið að vinna skemmdarverk á þjóðþrifamáli og ég er miður mín yfir því, herra forseti.