144. löggjafarþing — 120. fundur,  5. júní 2015.

Stjórnarráð Íslands.

434. mál
[12:11]
Horfa

Vilhjálmur Bjarnason (S):

Virðulegi forseti. Ég tel nauðsynlegt að gera grein fyrir atkvæði mínu varðandi 1. gr. þessa frumvarps. Þetta frumvarp verður til eftir þá hugdettu að flytja Fiskistofu frá höfuðborgarsvæðinu til Akureyrar. Sú hugdetta varð til í geðþótta en ekki af grundaðri ástæðu.

Ég styð þetta frumvarp til að auka sveigjanleika í stjórnsýslu en ég reikna með því að í þeim sveigjanleika sem af þessu kunni að hljótast verði teknar ígrundaðar, rökstuddar ákvarðanir sem ég tel að hafi ekki verið til staðar þegar þessi hugdetta með Fiskistofu kom fram. Ég styð þetta því að stjórnsýsla þarf að vera sveigjanleg en hún þarf líka að byggjast á ígrunduðum og rökstuddum ástæðum.

Ég hef lokið máli mínu.