144. löggjafarþing — 120. fundur,  5. júní 2015.

Stjórnarráð Íslands.

434. mál
[12:15]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Ég vil bara vekja athygli á því og þakka hv. nefnd fyrir að reka til baka þá breytingu sem ætluð var með frumvarpinu upphaflega. Sú breyting sem fylgdi frumvarpinu upphaflega var vond, hún var ekki til að leysa það vandamál sem henni var ætlað að leysa. Breytingartillaga hv. nefndar gerir það hins vegar og gott betur. Ég tel að sú breyting sem hv. stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd kemur fram með sé bæði frumvarpinu og lögunum sjálfum til bóta. Því greiði ég atkvæði með tillögunni.