144. löggjafarþing — 120. fundur,  5. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[17:26]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ísland hefur lengi verið í fremstu röð hvað heilbrigðismálin varðar. Nú er uppi alvarleg staða í heilbrigðiskerfinu, ekkert í þessu plaggi boðar breytingar frá því og það er mjög alvarlegt.

Það hefur verið ákall frá OECD, má segja, til ríkja um að leitast við að auka jöfnuð, það sé meðal annars gert í gegnum skattkerfið. Ríkisstjórnin vill ekki hlusta á það. Ég er sammála því. Við leitum til dæmis fyrirmynda frá Svíþjóð varðandi ríkisfjármálin. Þar er mælt með árlegu aðhaldi, að það sé alltaf passað upp á að hemja útgjöldin eins og hægt er. Það getum við ekki gert næstu árin því að við erum að koma út úr svo erfiðu og langvarandi niðurskurðartímabili að það verður að sleppa aðhaldi nema þá í einstaka málaflokkum (Forseti hringir.) einhver ár fram í tímann á meðan við komum opinberu þjónustunni og stjórnsýslunni á réttan kjöl. Síðan er hægt að vera með aðhaldsmarkmið þar eftir en nokkur ár eru í það.