144. löggjafarþing — 120. fundur,  5. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[18:11]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég tek undir með samstarfsfélögum mínum um að tekið sé tillit til þess að Björt framtíð heldur sitt flokksstjórnarþing og í ljósi þess að starfsáætlun er liðin. Það væri líka áhugavert að sjá fleiri stjórnarliða sem hafa talað óskaplega mikið um heimilin í landinu, að þau geri grein fyrir því hvernig þau sjái í þeirri ríkisfjármálaáætlun sem við erum hér að ræða heimilum landsins vel borgið. Ég sé ekki frekar en margur annar þingmaðurinn að þessi tillaga beri það með sér. Eins væri gott að þau tækju undir þá stefnumörkun sem hér kemur fram og gengur meðal annars gegn samþykkt flokksstjórnar Framsóknarflokksins.

Fjármálaráðherra ætti að fylgja þessu máli úr hlaði ef hann lítur svo á að þetta sé plagg sem heldur sem við teljum að það geri ekki því að hann hefur ásamt ríkisstjórninni tekið mikilvægar ákvarðanir sem raska (Forseti hringir.) plagginu þannig að það er eiginlega úti í hafsauga. Það er tilgangslaust að ræða þessa áætlun, hún gildir ekki lengur.