144. löggjafarþing — 120. fundur,  5. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[18:17]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ef hefðin er sú að halda ekki þingfund á sama tíma og einhver stjórnmálaflokkur heldur flokksstjórnarfund finnst mér mjög alvarlegt og ámælisvert að það sé gert núna þegar einn tiltekinn stjórnarandstöðuflokkur heldur slíkan fund. Auðvitað á þá að fresta fundi ekki síðar en núna. Þess utan erum við mjög fá eftir í þinghúsinu enda klukkan langt gengin í sjö og mér finnst miklu nær að afboða bara hæstv. fjármálaráðherra og segja að í ljósi þess réttlætis að eitt gangi yfir alla flokka hafi þingfundi verið slitið, við séum farin heim í pásu fyrir helgina og mætum frekar fersk (Forseti hringir.) í þessa umræðu á mánudagsmorgun.