144. löggjafarþing — 120. fundur,  5. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[18:22]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég tek undir það sem fram kom í máli hv. þm. Guðbjarts Hannessonar fyrir stundu. Mér að meinalausu mætti halda þessum fundi lengi áfram en það eru grundvallarreglur sem lengi hafa verið virtar hér í þinginu. Ef þingnefnd fundar skal gert hlé á þinghaldinu og það er reyndar bundið núna í þingskapalögin. Síðan er önnur grundvallarregla sem menn hafa gert að umræðuefni hér og hún er sú að ef stjórnmálaflokkur á Alþingi efnir til landsfundar eða hvað þær heita, þessar æðstu samkundur stjórnmálahreyfinganna, er virt beiðni um að halda ekki þing á meðan. Þetta hefur alltaf verið virt (Forseti hringir.) svo lengi sem ég man eftir. Ég ætla að kveðja mér hljóðs aftur á eftir um fundarstjórn forseta vegna þess að ég hef ekki sagt allt það sem ég helst vil segja um þetta mál.