144. löggjafarþing — 120. fundur,  5. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[18:26]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Þó að það sé hið besta mál að hv. þm. Vigdís Hauksdóttir sé komin hingað til að taka þátt í umræðunum var það ekki kveikjan að því að hv. þm. Svandís Svavarsdóttir hóf þessa umræðu um fundarstjórn forseta heldur það að hér er ekki eitt látið yfir alla ganga og að hér höldum við áfram þingfundi þó að allur þingflokkur Bjartrar framtíðar sé á flokksstjórnarfundi.

Það kom fram hjá hv. þm. Guðbjarti Hannessyni að fyrir viku var þingfundi hætt kl. 17 vegna þess að Samfylkingin var að funda. Það er vika síðan þetta var gert. Mér finnst alveg óboðlegt að það sé ekki búið að fresta fundi núna.