144. löggjafarþing — 120. fundur,  5. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[18:28]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Mér finnst kannski komið að því að hæstv. forseti svari því af hverju þingmenn Bjartrar framtíðar fá ekki sömu meðferð þegar þeir halda sína fundi og aðrir stjórnmálaflokkar. Eru einhver forréttindi fyrir Sjálfstæðisflokk, Framsóknarflokk, Samfylkinguna og Vinstri hreyfinguna – grænt framboð? Hvað með Pírata? Mundu þeir fá leyfi ef þeir óskuðu þess? Er það einhver stefna hjá yfirstjórn þingsins að mismuna stjórnmálaflokkum? Mér finnst þetta óviðunandi og það er ekki hægt að mismuna flokkum með þessum hætti. Þetta sýnir furðulegt gildismat sem kannski endurspeglar það fylgi sem kjósendur (Forseti hringir.) eru að sýna með auknum stuðningi við Pírata í skoðanakönnunum.