144. löggjafarþing — 124. fundur,  8. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[18:14]
Horfa

Hjálmar Bogi Hafliðason (F) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon tók af mér ómakið en best að ég geri það líka, að óska okkur sannarlega til hamingju með þann áfanga sem er nú að fara í gang við Bakka á Húsavík sem er ekki síður fyrir allt landið í heild. Ég nota þá þetta tækifæri til að þakka honum fyrir hans framlag á sínum tíma þegar hann sat í ríkisstjórn og gerði það sem þurfti að gera til að koma þessu áfram.

Hv. þm. Katrín Júlíusdóttir fékk spurninguna hvar menn ættu að skera niður. Það er best að ég noti þetta tækifæri og spyrji þingmanninn, að því gefnu að menn ætli að skera niður: Hvar mundi þingmaðurinn skera niður?