144. löggjafarþing — 124. fundur,  8. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[18:18]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Katrínu Júlíusdóttur fyrir prýðisræðu. Hún fann ríkisfjármálaáætlun sem við ræðum hér fyrsta sinni og var lögð fram í samræmi við þingsköp flest til foráttu, mundi ég telja, og kom inn á ríkisútgjöld, hvar við ætluðum að spara. Það er ekki farið í grafgötur með það í þessari ríkisfjármálaáætlun að það eru meginlínur og um að ræða hagræna skiptingu á ríkisútgjöldum.

Hv. þingmaður kom inn á mikilvægi þess að greiða niður skuldir og lækka vaxtabyrði og um það erum við hv. þingmaður alveg sammála. Mig langar að spyrja í fyrra andsvari hvað henni finnist um þá fyrirætlan að selja hlut í fjármálafyrirtækjum, hvort það sé ekki eitthvað sem hv. þingmanni hugnast.