144. löggjafarþing — 124. fundur,  8. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[18:20]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Ég fann þessu ekki alveg allt til foráttu, en það er eðlilegt að maður dragi fram þau atriði sem eru helst gagnrýniverð. Það sem ég finn stóru myndinni til foráttu er að myndin skuli vera svona brotin og grunnurinn undir þessu eins veikur og raun ber vitni.

Varðandi bankasölu á ríkið hlutdeild í Arion banka sem og í Íslandsbanka og ég hef ekki séð neitt gegn því að við mundum selja þá hluti með tíð og tíma. Ég ætla ekki að útiloka að einhvern tímann við réttar aðstæður skapist sú staða að það sé eðlilegt að selja hlut í Landsbankanum en það verður alltaf að tryggja að ríkið eigi ráðandi meiri hluta. Það er að minnsta kosti mín skoðun í dag en hún er ekki klöppuð í stein.

Síðan vil ég þó nefna að það sem mér finnst að í þessari áætlun varðandi sölu bankanna (Forseti hringir.) er tímasetningin, að menn ætli að gera það á þessu ári og því næsta. Heldur hv. þingmaður að það geti í raun og veru staðist?