144. löggjafarþing — 124. fundur,  8. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[18:21]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni skýr svör. Við hv. þingmaður erum sammála um nauðsyn þess að selja þessa hluti með það í huga að ná niður skuldum ríkissjóðs. Tímasetning er lykilatriði og ómögulegt fyrir okkur hér að ákveða nokkuð um það. Þangað til færi gefst og það er hægt að fá hæstvirði fyrir hlutina gefa þessar stofnanir vonandi þannig af sér í arð að við getum haldið áfram að nýta hann til að greiða niður skuldir ríkissjóðs.

Meiri hlutinn bendir á bls. 3 í sínu áliti á og leggur til að framvegis verði gengið skrefi lengra í skiptingu á útgjaldaramma og honum ekki aðeins skipt hagrænt heldur einnig á hvert ráðuneyti. Um það erum við hv. þingmaður sammála að sé nauðsynlegt í framtíðinni.

Ég er ekki með neina sérstaka spurningu í seinna andsvari.