144. löggjafarþing — 124. fundur,  8. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[18:38]
Horfa

Hjálmar Bogi Hafliðason (F) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Hér fer fram umræða um tillögu til þingsályktunar um ríkisfjármál 2016–2019. Ég er búinn að sitja í þingsalnum um stund og hef haft nokkuð gaman af. Hér voru ekki margir í salnum þegar umræðan fór fram og ég vil vekja athygli forseta á því að um leið og umræða um fundarstjórn forseta hófst fjölgaði um meira en helming í salnum. [Lófaklapp í þingsal.] Já, það var þannig, hér inni í sal fjölgaði þingmönnum um meira en helming þegar umræða um fundarstjórn forseta hófst en ekki þegar umræða var um áætlunina sjálfa. (LRM: Hvað lestu út úr því?)