144. löggjafarþing — 124. fundur,  8. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[19:15]
Horfa

Frsm. minni hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Það eru náttúrlega tilteknir margir óvissuþættir í ríkisfjármálaáætluninni fyrir og síðan er komið í ljós að það hefur eitthvað gerst á þessum tveim mánuðum síðan áætlunin var lögð fram þannig að það væri fullt tilefni til að stoppa í þau göt sem fyrir voru í áætluninni.

Áætlunin er meira eins og stefnuplagg með fjárlagafrumvarpi. Þá er hægt að fletta upp í fjárlagafrumvarpinu og sjá hvernig stefnan er útlistuð í tölum þannig að það vantar svo mikið inn í plaggið til að það geti verið góð og traust stoð undir umræður og samþykktir fyrir stjórnvöld til að fara eftir til að búa til fjárlagafrumvarp. Við þyrftum eiginlega að vera með nýja áætlun sem væri enn betur unnin.