144. löggjafarþing — 124. fundur,  8. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[19:16]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Í rauninni munum við fá sambærilegt plagg í hendur í haust þegar við fáum nýtt fjárlagafrumvarp. Þá verður einhvers konar uppfærð útgáfa af þessu hérna. Ég velti fyrir mér hvort það sé nefndin sem á að taka þetta, eða ætti einfaldlega að biðja fjármálaráðuneytið að leggja fram nýja uppfærða áætlun í ljósi alls þess sem er búið að gerast? Eins og hv. þingmaður nefnir eru mörg vafamál, það eru S-lyfin og ýmislegt meira og svo bætast ofan á núna tekjuskattsáform og annað slíkt.

Svo er líka spurning hvort losun hafta hafi ekki einhver áhrif á framtíðina núna þegar menn eru búnir að setja það í einhvern farveg og hvort það geti orðið til að minnka vaxtakostnaðinn kannski hraðar en við héldum.