144. löggjafarþing — 124. fundur,  8. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[19:22]
Horfa

Frsm. minni hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þingmaður saknar þess að hér séu gerðar fjárhagslegar áætlanir undir tölum minni hlutans. Hvað finnst hv. þingmanni þá um skort á kostnaðarmati undir tölum í ríkisfjármálaáætluninni allri? Þó hefur hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra fullt af starfsmönnum til að vinna með sér og fleiri en við hv. þingmenn í minni hluta fjárlaganefndar. Það hefur þó verið greint með sannfærandi hætti hvað það kostar að byggja til dæmis sjúkrahús. Það er ekki gert ráð fyrir því í þessari ríkisfjármálaáætlun. Það er eitthvert borð fyrir báru umfram bundna samninga en það er ekki talað um að það verði sett í sjúkrahúsið og þess vegna finnst mér líklegt að það eigi ekkert að fara í meðferðarkjarnann þar fyrr en eftir árið 2020. Það held ég að sé afar slæmt.