144. löggjafarþing — 125. fundur,  9. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[11:38]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég er sammála því og ég hef miklar áhyggjur af því að þetta frumvarp verði samþykkt hér óbreytt. Ég hvet hæstv. forseta til að taka það til endurskoðunar að málið verði svo kallað aftur til nefndar. Það er hægt að laga það. Það eru í rauninni ákveðin tímamót að leggja fram svona áætlun og þó að um áætlun sé að ræða erum við komin fram með svo miklar breytingar sem við þyrftum að taka verulega á fyrst við höfum til þess tækifæri.

Það er annað sem mig langaði til að nefna og það eru S-merktu lyfin, þ.e. sjúkrahúslyfin. Hér er gert ráð fyrir 3% raunvexti í ellilífeyri og 2% í lífeyrisskuldbindingum en líka 3% í S-merktum lyfjum. Ég hef miklar áhyggjur af því að það standist ekki af því að ég tel að myndast hafi aukin þörf fyrir að taka inn ný lyf og við höfum fengið af því fregnir í gegnum fjölmiðla að sú sé raunin. Nú þegar ekki er gert ráð fyrir nema svolítilli hækkun virðist ekki eiga mæta þeirri þörf. (Forseti hringir.) Ég spyr hv. þingmann hvort hún sé á sama máli (Forseti hringir.) og ég hvað þetta varðar.