144. löggjafarþing — 125. fundur,  9. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[12:21]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að það sé alveg ljóst að fjárfestingarstigið er allt of lágt. Það er dálítið afrek þessarar ríkisstjórnar að hafa á þessu ári náð að setja met í framkvæmdaleysi í lýðveldissögunni en okkur tókst fyrstu árin eftir hrun að setja met í vegaframkvæmdum.

Ég sá eftir öllum niðurskurði til verklegra framkvæmda sem við þurftum því miður samt að ráðast í á þeim tíma sem hefði verið miklu betra að ráðast í akkúrat þá þegar hægt var að byggja fyrir lítinn tilkostnað. Atvinnuleysið var mikið og verkefnaskortur mikill í byggingariðnaði. Vandinn þá var einfaldlega sá að við höfðum ekki lánstraust til að gera meira en það er alveg óumflýjanlegt að fjárfestingarstigið aukist. Við erum búin að vanrækja viðhald, vanrækja til dæmis nýbyggingu vega (Forseti hringir.) og það er mjög brýnt úrlausnarefni.