144. löggjafarþing — 125. fundur,  9. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[12:54]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Forseti. Bæði atriðin sem hv. þingmaður nefnir eiga við um þá tillögu sem við erum hér að ræða. Annað er væntingastjórnun. Væntingar og hverju fólk má búast við næstu fjögur árin skiptir máli. Fjármálaáætlun til fjögurra ára hlýtur að eiga að sýna okkur öllum fram á það og ríkisfjármálaáætlun sjálf er bara „i og for sig selv“, svo ég sletti dönsku, virðulegi forseti, tæki til að koma á aga í ríkisfjármálum. Þess vegna hef ég sagt það ótal sinnum, og ætla að segja áfram, að hún er svo mikilvægt verkfæri. Þess vegna líst mér mjög vel á það sem hv. þingmaður sagði í ræðu sinni, að auðvitað færi best á því að fjármálaráðherrann tæki fjármálaáætlunina til baka. Það mundu allir skilja það. Við mundum öll skilja það hérna. Það hefur svo mikið breyst að hún stenst ekki lengur. Hún gerði góða grein fyrir áætlunum þegar hann lagði fram fjárlagafrumvarpið og síðan yrði vandaðri og ítarlegri fjármálaáætlun til fjögurra ára lögð fram upp úr áramótum á næsta ári.

Ég spyr: Væri það ekki hæstv. fjármálaráðherra fyrst og fremst og okkur öllum bara til framdráttar ef þetta gerðist nú og við í stjórnarandstöðu hrósuðum fjármálaráðherranum og (Forseti hringir.) segðum: Svona á að vinna hlutina?