144. löggjafarþing — 125. fundur,  9. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[14:16]
Horfa

Karl Garðarsson (F) (andsvar):

Ég þakka hv. þingmanni fyrir þessa spurningu. Ég mundi orða svarið þannig að ef ég væri að reka fyrirtæki í dag og slíkar upplýsingar kæmu fram áður en ég væri búinn að afgreiða fjárhagsáætlun mína mundi ég væntanlega endurskoða hana eins og ég gæti, þ.e. bæta inn í hana. Ég held að minnsta kosti að það sé full ástæða til að ræða málið í nefndinni, ræða hvort eigi að gera það eða ekki. Ég ætla ekki að útiloka það á þessari stundu. Áhrif þeirra aðgerða sem verið er að fara í, haftaaðgerðanna, liggja ekki endanlega fyrir nema að litlu leyti þannig að það er alltaf spurning hversu mikið er hægt að gera, en mér finnst full ástæða til að nefndarmenn fari yfir málið og skoði hvort ástæða sé til þess.