144. löggjafarþing — 125. fundur,  9. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[14:23]
Horfa

Karl Garðarsson (F) (andsvar):

Ég þakka hv. þingmanni aftur fyrir þetta. Stefnan varðandi tryggingagjaldið er alveg skýr, að það eigi að lækka. Það hefur alveg legið fyrir og búið að koma margoft fram hjá ráðherrum ríkisstjórnar.

Það sem hér liggur fyrir er byggt á bestu fáanlegu tölum frá Hagstofunni eða öðrum aðilum á þeim tímapunkti þegar þetta plagg var lagt fram. Breytingar sem verða eftir á er ekki hægt að sjá fram í tímann. Það er hins vegar alveg rétt hjá hv. þingmanni að stefnubreytingar sem slíkar eiga ekki að eiga sér stað fljótlega eftir að menn setja saman svona plagg. Þar er ég algjörlega sammála hv. þingmanni.