144. löggjafarþing — 125. fundur,  9. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[14:28]
Horfa

Karl Garðarsson (F) (andsvar):

Ég þakka hv. þingmanni fyrir þessa spurningu. Ég ítreka það sem ég sagði áðan, ég tel að endurskoða þurfi áform um sölu ríkisbanka, má segja. Ég tel að þörfin fyrir slíkt sé ekki eins mikil núna í ljósi haftafrumvarpa og hún var áður. Ég held að menn þurfi að taka þessa umræðu innan ríkisstjórnarflokkanna og komast að niðurstöðu um þörfina, hvort það sé besta leiðin fyrir okkur eða ekki. Það liggur svo sem alveg fyrir hver niðurstaða flokksþings Framsóknarflokksins var í þessu máli og það er stefna flokksins í heild sinni. Síðan kemur í ljós hver endanleg niðurstaða verður í þessu máli.