144. löggjafarþing — 125. fundur,  9. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[14:32]
Horfa

Frsm. minni hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Áður en við höldum dagskránni áfram hér í dag vil ég spyrja forseta hvernig eigi að fara með svona þingsályktunartillögu sem við erum að ræða hér þegar ljóst er að flestar tölur sem birtar eru í henni og margar stórar forsendur undir þeim tölum hafa breyst. Hvaða gildi hefur þessi þingsályktunartillaga ef við samþykkjum hana og hvernig bindur hún framkvæmdarvaldið? Ég spyr hæstv. forseta um þetta vegna þess að ég átta mig ekki alveg á því hvað bindur framkvæmdarvaldið ef við samþykkjum þetta plagg.

Síðan vil ég spyrja forseta hvort boðað hafi verið til formannafundar til að ræða þinglok sem nauðsynlegt er að gera nú þegar starfsáætlun er ekki lengur í gildi.