144. löggjafarþing — 125. fundur,  9. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[14:34]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Forseti. Ég vil líkt og hv. þm. Oddný Harðardóttir spyrja um þinglok. Okkur var sagt í gær að það yrði fundur í dag til að ræða þinglok og eins og við vitum öll er starfsáætlun löngu úr gildi þannig að nauðsynlegt er að vita það. Mér finnst líka að forseti þurfi að íhuga það alvarlega vegna þess að eftir því sem fram vindur í þessari umræðu hér sjáum við að grundvallarforsendur fyrir ríkisfjármálaáætluninni hafa breyst. Við erum að ræða fjárhagsáætlun ríkisins til fjögurra ára. Ég er ekki að kalla eftir því að við fáum endilega nýja áætlun en ég kalla eftir því að málið verði í það minnsta kallað inn til fjárlaganefndar þannig að það komi að minnsta kosti nýtt nefndarálit frá meiri hluta þeirrar nefndar.