144. löggjafarþing — 125. fundur,  9. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[14:36]
Horfa

Frsm. minni hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Það hefur komið fram í máli manna hér í dag og eins í gær að fólk veltir fyrir sér af hverju þetta mál sé ekki kallað aftur inn í hv. fjárlaganefnd til að fara betur yfir það vegna þess að meiri hluti fjárlaganefndar leggur til að þingsályktunartillagan verði samþykkt óbreytt. Það er nánast ógjörningur eins og ég lít á málin.

Fólk veltir líka fyrir sér hvað þurfi til að kalla þingsályktunartillögu við síðari umr. inn í nefnd. Ég bið forseta að segja okkur frá því hér hvað þurfi að gerast. Er nóg að einn nefndarmaður óski eftir því eins og með frumvörp eða þarf meiri hlutinn sjálfur að kalla málið inn í nefndina? Ég bið forseta að svara þessari spurningu.