144. löggjafarþing — 125. fundur,  9. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[14:46]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (um fundarstjórn):

Forseti. Annað sem vakti eftirtekt mína áðan þar sem ég sat á skrifstofu minni var það atriði í samræðum þeirra hv. þm. Karls Garðarssonar og að mig minnir Valgerðar Bjarnadóttur þegar hv. þm. Karl Garðarsson sagði að stefnan sem lægi á bak við þessa áætlun væri sú að efla heilbrigðisþjónustuna, aðra velferðarþjónustu og menntakerfið. Mér kom þetta mjög á óvart því að ég hef örlítið reynt að fletta þessari tillögu og ég fékk allt aðra niðurstöðu út, að það væri ekki hægt að lesa annað út úr þessari tillögu en að það hlyti að vera á leiðinni samdráttur á þessum tveimur miklu sviðum vegna þess að meginútgjöld ríkisins fara þangað. Þess vegna er ekki annað hægt (Forseti hringir.) ef menn ætla að skera niður annaðhvort í raun eða hlutfallslega hjá ríkinu en að skera niður þar.