144. löggjafarþing — 125. fundur,  9. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[15:47]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Þann 29. maí sl. féll dagskrá þingsins úr gildi, þann dag hefði átt að fresta þingi. Í dag er 8. júní. Við getum þó fagnað því að hæstv. fjármálaráðherra hafi tekist að snúa ofan af hæstv. forsætisráðherra og fá haftaáætlun í gegn. Hversu lengi eigum við að bíða eftir því að hæstv. forsætisráðherra þóknist að hitta aðra formenn stjórnmálaflokka hér í þinginu og fara yfir það hvernig hægt verður að ljúka þinginu á næstu dögum?

Við reynum sum að áætla fram í tímann og erum með ýmislegt á dagskrá. Að sjálfsögðu ganga þingstörfin fyrir en það mundi einfalda lífið ef maður fengi skýrari mynd af því hvernig maður getur skipulagt tíma sinn og breytt þeim skuldbindingum sem maður var búinn að gera í samræmi við dagskrá þingsins.