144. löggjafarþing — 125. fundur,  9. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[16:25]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Við höfum mikið rætt um Íbúðalánasjóð og stöðu hans einmitt í þessu sambandi og þá óvissu sem honum fylgir. Það var ágætt sem hv. þm. Jón Þór Ólafsson kom inn á áðan, hann kom einmitt á fund okkar varðandi eftirfylgni fjárlaga en það var ekkert rætt um ríkisfjármálaáætlun eða þau áhrif sem staða hans hefur á þessa áætlun.

Það er líka jafn óþolandi að ríkisstjórnarflokkarnir skuli ekki geta komið sér saman um það hvað þeir ætla að gera eða haga þeirri starfsemi sem þar fer fram. Það þarf vissulega að gera eitthvað og bregðast við. Ég held að það sé hluti af því að áætlunin er sett fram með þessum óábyrga hætti sem er vegna þess að fólk nær ekki saman um málið. Ég hef líka áhyggjur af því fyrir hönd landsbyggðarinnar sem kannski hefur getað stólað á Íbúðalánasjóð sem hefur komið til móts við hana í staðinn (Forseti hringir.) fyrir marga banka sem hafa ekki gert það.