144. löggjafarþing — 125. fundur,  9. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[16:26]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Nú er ég næstur með ræðu og það eru nokkur atriði sem mér finnst mikilvægt að geta fengið hæstv. fjármálaráðherra, Bjarna Benediktsson, í andsvör við mig um. Ég sé að hann er skráður í húsi, sömuleiðis Guðlaugur Þór Þórðarson. Það væri mjög gagnlegt að fá hann hingað líka sem sitjandi formann fjárlaganefndar í fjarveru hv. þm. Vigdísar Hauksdóttur.

Getur forseti vinsamlegast beðið ráðherrann og formann fjárlaganefndar að koma í salinn til að geta átt orðaskipti við mig? Nú er ég að fara, eins og ég segi, í ræðu eftir þessa fundarstjórnarumræðu.

Ég er að spyrja hæstv. forseta.

(Forseti (ÓP): Forseti mun láta hæstv. ráðherra og hv. þingmann vita af þessari ósk.)