144. löggjafarþing — 125. fundur,  9. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[16:30]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Mér finnast þetta mikil gleðitíðindi og svo virðist sem einhver skynsemi sé að komast inn í þennan þingsal. Það er búið að ákveða að hæstv. fjármálaráðherra ætli að hitta fjárlaganefnd í fyrramálið. Það á að ræða þessa tillögu sem við erum hér með. Það er spurning hvort það komi framhaldsnefndarálit eða hvað verður. Það hlýtur að vera framhald af þessum skynsemisvotti sem loksins svífur hér yfir vötnum að umræðunni sé frestað þangað til þessum fundi með fjármálaráðherra er lokið. Þá er kannski komið eitthvað nýtt inn sem má tala um.