144. löggjafarþing — 125. fundur,  9. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[16:35]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Forseti. Það er alveg ljóst að þegar við þingflokksformenn hittumst hér í gær lá tvennt fyrir. Forseti tilkynnti okkur að það stæði til að halda fund formanna í dag og haftamálin voru sett á dagskrá á miðvikudaginn með okkar stuðningi.

Ég verð að segja að þetta hangir saman. Við gerðum ráð fyrir því að við værum búin að draga hér einhverjar útlínur að niðurstöðu þingsins til að við gætum hafið umræðu um haftamálin og fjármálaráðherra gæti rætt þau hér í góðum friði á morgun. Ég lít svo á að forseti hafi verið algjörlega klár á því að þarna var í raun og veru tvennt uppi á borðinu. Það snerist um að það yrði til samtal með formönnum flokkanna og að samhliða væri gagnkvæmur skilningur á mikilvægi þess að fjármálaráðherra fengi að mæla fyrir þessum mikilvægu málum.

Virka orð forseta bara þegar þau eru í þágu stjórnarmeirihlutans? Er það svo? Gilda ekki orð forseta þegar verið er að tala um (Forseti hringir.) að boða formannafund? Ég er mjög hugsi yfir því.