144. löggjafarþing — 125. fundur,  9. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[17:31]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Ég var að reyna að fylgjast með umræðunni hér áðan og jú, ég heyrði vissulega að til standi að halda fund í hv. fjárlaganefnd á morgun. En ég er að velta því fyrir mér hvort það hafi eitthvað farið fram hjá mér, því að það er jú þannig að þetta er síðari umræðan. Ef málinu verður ekki frestað þá klárast umræðan eðli málsins samkvæmt í dag, því að hér getum við fundað til miðnættis og ég held að enginn ætli að halda áfram umræðu um þetta mál svo lengi.

Hefur hv. þingmaður einhvers staðar heyrt með vissu þann skilning að fresta eigi umræðunni eða er hv. þingmaður líkt og ég enn í svolitlu tómarúmi með það hvert planið er, hvað liggi fyrir að meiri hluti hv. fjárlaganefndar ætli í raun að gera með þetta mál nú í dag?