144. löggjafarþing — 125. fundur,  9. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[17:59]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég fagna næstsíðustu orðum hv. þingmanns um það að hann telji rétt að fresta þessari umræðu þar til fundinum í fjárlaganefnd er lokið á morgun. Ég tek hjartanlega undir það með honum.

Ég held hins vegar, virðulegi forseti, að enginn hér inni haldi að við séum að ræða nákvæm fjárlög næstu þriggja ára. Ég hef margoft sagt það hér í ræðu að ég telji ekki óeðlilegt að þetta plagg sé eins og það er í fyrsta sinn. Þetta hlýtur náttúrlega að lærast með tímanum.

Ég er hins vegar hissa á því að hv. formaður nefndarinnar undrist það að nokkrar umræður hafi orðið um þetta. Við erum að tala um áherslur ríkisstjórnarinnar í fjármálum næstu fjögur árin. Það er nú aldeilis efni til að ræða, virðulegur forseti.