144. löggjafarþing — 125. fundur,  9. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[18:01]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður gerir athugasemdir við það hvernig við nálgumst þetta umræðuefni. Hver er sjálfum sér næstur og ég hef nálgast það út frá hinum pólitísku áherslum sem lagðar eru fram í þingsályktunartillögunni, þar sem samneyslan minnkar. Ég spurði til dæmis: Stendur Framsóknarflokkurinn að þessu, vegna þess að sá flokkur talar oft í aðra átt? Ég spurði líka: Stendur Framsóknarflokkurinn að sölunni á Landsbankanum?

Svo kemur hv. þingmaður hér — ég þakka honum aftur fyrir að ætla að taka málið aftur upp í nefndinni, það er vissulega mjög gott mál að hann leggi til að umræðu sé frestað — og talar um fortíðina. Við höfum staðið hér og talað um framtíðina og þetta mál snýst um framtíðina og hv. þingmaður talar um fortíðina. Það er ekki mikill stæll yfir því, virðulegi forseti.