144. löggjafarþing — 125. fundur,  9. júní 2015.

ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2016--2019.

688. mál
[18:09]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þingmaður kvartaði undan því að þingmenn vilji ræða formið frekar en efnið. Ég ætla að vera svo andstyggileg að nota þetta fyrra andsvar mitt til að koma aðeins inn á formið. Ég vil benda hv. þingmanni á að þunginn í því að ræða formið hefur aukist allverulega frá því í gær þegar þrjú stór frumvörp voru lögð fyrir þingið. Það sem hv. þingmenn hafa verið að benda á er að þeir telja að þeirra þurfi að sjá stað í nefndaráliti og þá jafnvel með framhaldsnefndaráliti.

Nú hefur hv. varaformaður fjárlaganefndar tekið vel í þá bón, sagst vilja fá málið til nefndar. Mig langar hins vegar að nota tækifærið og spyrja hann: Er hann því ósammála að þessa ætti að sjá stað í nefndaráliti? Telur hann það óþarfa að minnst sé á það í nefndaráliti að forsendur hafi breyst (Forseti hringir.) hreinlega á meðan þingið er að ræða málið?