144. löggjafarþing — 125. fundur,  9. júní 2015.

um fundarstjórn.

[20:03]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Hæstv. forseti. Ég ætla að líka fara fram á að fundi verði frestað eða honum slitið og að aftur verði boðað til fundar þegar fyrir liggur hvernig á að haga þinglokum. Starfsáætlun þingsins er löngu útrunnin og úr gildi og við erum hér í skipulagsleysi þar sem enginn veit hvaða mál á að setja á dagskrá og hvernig hlutum er háttað.

Ég óska eftir því að forseti Alþingis taki stjórn á Alþingi, að við séum ekki ofurseld dyntum stjórnarherranna heldur standi forseti plikt fyrir okkur öll hér í þessum sal og komi skikki á þingstörfin. Þetta er óþolandi ástand.