144. löggjafarþing — 125. fundur,  9. júní 2015.

um fundarstjórn.

[20:05]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Í gær hittu þingflokksformenn forseta þingsins. Þingflokksformenn koma þar fram fyrir hönd okkar þingmanna í þingflokkunum. Það er ekki eins og það skipti bara sex þingflokksformenn máli hvað hér gengur á eða fjóra þingflokksformenn úr stjórnarandstöðunni. Þetta snertir okkur öll. Ég tel einsýnt að gengið hafi verið á bak samningum sem gerður var við okkar fulltrúa með forseta þingsins.

Virðulegi forseti. Ég ætla ekkert að fara fram á að þessum fundi verði slitið, ég krefst þess. Ég krefst þess, virðulegi forseti, að fundi verði slitið þangað til það liggur fyrir hvernig á að ljúka þingstörfum hér í vor.