144. löggjafarþing — 125. fundur,  9. júní 2015.

um fundarstjórn.

[20:06]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg):

Frú forseti. Þetta voru dapurleg tíðindi, maður finnur það á andrúmsloftinu. Ansi margir voru farnir að bíða bæði spenntir og óþreyjufullir og vonast til þess að eitthvað væri að gerast; þegar fólk situr saman í dágóða stund á maður frekar von á skárri fréttum en engum eins og raunin varð því miður núna.

Ef biðja á um gott veður fyrir frumvarp sem mæla á fyrir á morgun, til þess að það geti verið í því andrúmslofti sem það á skilið að vera, get ég ekki séð að neitt annað komi til greina en að slíta þessum fundi hér í kvöld og gefa fólki færi á því að fara í gegnum það mál og undirbúa sig fyrir morgundaginn í staðinn fyrir að funda hér fram á nótt og svo eiga sumir að mæta eldsnemma á nefndarfund í fyrramálið. Það skiptir máli, ef halda á því til streitu að mæla á morgun fyrir frumvarpi um stöðugleikaskatt, að það komist inn í annað andrúmsloft en er hér núna þegar fólk er almennt reitt og vonsvikið.