144. löggjafarþing — 125. fundur,  9. júní 2015.

um fundarstjórn.

[20:09]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Frú forseti. Eins og komið hefur fram þá erum við komin tíu daga fram yfir starfsáætlun og hér er enn pattstaða og ekkert gerist. Það ber nú ekki vott um mikla samningatækni hér innan dyra í þessu þinghúsi. Maður spyr sig hvort menn þurfi utanaðkomandi aðstoð við að vinna að því verkefni að ná saman, stjórnarmeirihluti og stjórnarandstaða. Mér finnst ekki gott ef formenn stjórnarflokkanna ætla bara að gefast upp á því verkefni að ná niðurstöðu.

Við erum á morgun með losun hafta á dagskrá sem samkomulag er um að gangi greiðlega fyrir sig í ljósi þess að við séum að ná niðurstöðu um þessi mál. Svo er haldinn fundur og það kemur ekkert út úr honum milli formanna flokkanna. Menn komu bara ónestaðir á þann fund með hausinn (Forseti hringir.) undir sig og segja bara: Já, við gerum ekki neitt.