144. löggjafarþing — 125. fundur,  9. júní 2015.

um fundarstjórn.

[20:33]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Þessi staða er eitthvað svo átakanlega ömurleg og óskiljanleg. Þegar ég er að reyna að útskýra hana fyrir fólkinu í kringum mig — sem er að spyrja hvenær þinginu ljúki, og ég veit auðvitað ekkert um það — þá hef ég útskýrt þetta þannig að við séum að reyna að banka upp á hjá hæstv. forsætisráðherra Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og spyrja: Viljiði vera memm? Þeir skella hurðinni á nefið á okkur og við hlaupum hingað inn í þennan þingsal og kvörtum.

Þetta er bara svona. Þeir vilja ekki vera „memm“ og hvað eigum við að gera? Við verðum bara hér í sumar, segir meiri hlutinn. Hvar er meiri hlutinn? Ég held að margir séu farnir að gera eitthvað annað, jafnvel farnir til útlanda. En það er ekkert mál að henda því fram að við verðum bara hér í sumar, þeir vita að það er þá minni hlutinn sem verður hér í sumar.

Virðulegi forseti. Þetta er ekki boðlegt.