144. löggjafarþing — 125. fundur,  9. júní 2015.

um fundarstjórn.

[20:38]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Frú forseti. Mér finnst að enn og aftur sé verið að draga okkur á asnaeyrunum, stjórnarandstöðuna, og það er ekki skemmtilegt hlutskipti að vera í þeim sporum. Ég tel að hæstv. forseti eigi að slíta þessum fundi og setja þá pressu á formenn stjórnarflokkanna að þeir reyni að ná samningum í þessu máli.

Það liggur fyrir hver erfiðustu málin eru. Það vita allir hvaða stóru mál er verið að tala um og hvað liggur undir. Það er ramminn og makríllinn fyrst og fremst. Menn geta ekki haldið áfram að halda fundi sem hafa ekki neina merkingu, það er bara verið að krossa í kladdann að búið sé að halda fundi. Þeir koma ekki með neitt bitastætt inn á slíka fundi, út á það gengur það. Ég tel það vera svik að halda slíka fundi þegar menn koma aldrei af neinni alvöru inn á slíka (Forseti hringir.) fundi til að leysa málin.