144. löggjafarþing — 125. fundur,  9. júní 2015.

tekjuskattur o.fl.

356. mál
[21:18]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Þann 1. júlí hefst sumarhlé þingsins samkvæmt 10. gr. þingskapalaga og þangað til eru 12 eða 13 virkir dagar. Á morgun á að ræða hér eða ætti að ræða mjög stór og veigamikil mál sem eru mikilvæg fyrir okkur öll og íslenska þjóðarbúið. Ég tel að við þessar aðstæður sé ábyrgðarleysi af hæstv. forseta að halda áfram að þrásetja fundi þar sem ekki liggur fyrir hvernig eigi að ná lyktum í þetta þing. Hver verður staðan ef við verðum enn þá í þessari stöðu þann 1. júlí, frú forseti? Það er frekar snautlegt og bið ég hæstv. forseta (Forseti hringir.) að hafa það í huga.