144. löggjafarþing — 125. fundur,  9. júní 2015.

tekjuskattur o.fl.

356. mál
[21:22]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég heyri að upp eru sprottnar deilur í þingsalnum um hver hefði náð að biðja um orðið eða hver hefði náð að biðja um fundarstjórn. Það er erfitt að dæma í því máli. Hv. þm. Össur Skarphéðinsson hefur dæmt fyrir sitt leyti í málinu, hann dæmdi mig þar úr leik en ég er ekki tilbúin að hlíta þeim dómi og taldi mig hafa verið fyrsta til að slá í borðið og biðja um orðið um fundarstjórn sem ég og fékk.

Ég ítreka að þessi liður er mikilvægur vegna þess að hann skilar árangri. Þó að stjórnarliðar hverju sinni séu fýldir yfir því að hann sé notaður með þessum hætti hefur þessi liður samt áhrif til þess að hrista upp í mönnum til lausnar málum. Hver veit nema einhver lausn sé handan við hornið? Það er aldrei að vita. Ég á frekar von á því en hinu.