144. löggjafarþing — 125. fundur,  9. júní 2015.

tekjuskattur o.fl.

356. mál
[21:23]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Það væri óskandi að skilaboð bærust frá forseta þingsins, Einari K. Guðfinnssyni, um að hann ætlaði að láta staðar numið í þinghaldi kvöldsins þar sem hann er nú að funda með þingflokksformönnum, að mér skilst. Vona ég að einhvers konar viðunandi áform um kvöldið náist fram og svo um morgundaginn sem er ekki síður mikilvægur. Ég held að það sé mun mikilvægara að fundur morgundagsins verði í því andrúmslofti sem til þarf en ekki í þessum, ég vil ekki segja skotgrafahernaði, en samt í því andrúmslofti sem hér ríkir. Fólk er búið að sýna liðsinni í að taka mál með miklum afbrigðum á dagskrá eins og hér var rakið áðan, bæði á sunnudagskvöldið og svo þau mál sem á að fjalla um á morgun, og þá er tímabært og ekki nema eðlilegt að fólk fái að minnsta kosti tíma til að undirbúa sig. Margir hafa setið í þingsal og tekið þátt í þeim umræðum sem þar (Forseti hringir.) hafa farið fram.