144. löggjafarþing — 125. fundur,  9. júní 2015.

tekjuskattur o.fl.

356. mál
[21:27]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Mér finnst mjög brýnt að ekki verði hafinn þingfundur eða sett á dagskrá málið um höftin á morgun fyrr en búið er að komast að einhverju samkomulagi um þinglok. Það er hægt að halda fund á milli kl. 12 og 14 með formönnum stjórnarandstöðunnar og síðan er hægt að setja þetta mál á dagskrá. Formenn flokkanna í stjórnarliðinu áttu að funda með okkur í dag, þeir gerðu það ekki fyrr en klukkan 18 og vildu svo ekki hitta okkur í kvöld til að klára málið. Mér finnst þetta ótækt, forseti. Á síðasta kjörtímabili voru ófá skiptin sem maður hljóp á milli herbergja á fundi til að reyna þá að ná einhverjum sáttum um þinglok. Þáverandi forustumenn ríkisstjórnarinnar (Gripið fram í.) gátu alveg hugsað sér að funda hér langt fram eftir kvöldi með formönnum stjórnarandstöðunnar. Nú eru ungir menn formenn stjórnarflokkanna og þeir geta ekki verið í vinnunni fram eftir kvöldi til að finna lausnir. Hvers konar aumingjaskapur (Forseti hringir.) er þetta eiginlega? (Gripið fram í: Heyr, heyr.)