144. löggjafarþing — 126. fundur,  10. júní 2015.

orð formanns atvinnuveganefndar.

[13:17]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Herra forseti. Ég skil ekki alveg þessa samlíkingu á milli uppbyggingar á Bakka og þess að hv. þingmaður er að berjast fyrir að taka nokkra kosti fram hjá rammalöggjöfinni. Ég skil ekki þetta samhengi hlutanna, að stilla þessu upp svona saman. Hann valdi að gjaldfella málflutning minn áðan þar sem ég varaði við því að þingheimur væri beittur þeim þrýstingi að fara fram hjá löggjöf sem hann hefur samþykkt sjálfur vegna þess að stórir aðilar eru að banka upp á og þrýsta á að fá keypta orku til að reisa stóriðju. Við verðum að standast þann þrýsting, hv. þm. Jón Gunnarsson, sama hvar í flokki við stöndum. Við sem samþykktum Bakka á sínum tíma samþykktum hann vegna þess að það var verið að fara í bæði minni stóriðju en áætlað var þar áður (Forseti hringir.) og líka vegna þess að Þeistareykir eru í nýtingarflokki en (Forseti hringir.) til dæmis neðri hluti Þjórsár ekki.